11 November 2015

UPPRÖÐUN HÚSGAGNA Í SMÆRRI RÝMI

INNI

Myndirnar sem fylgdu síðasta pósti, þar sem ég talaði um uppröðun húsgagna, voru af frekar stórum og rúmgóðum rýmum. Nú skulum við hugsa aðeins um minni rými EN athugið samt að hugmyndirnar í stóru rýmunum nýtast allt eins í þeim minni. Það þarf bara að hafa þrengra á milli húsgagnanna og kannski sleppa einhverju smávægilegu. Myndirnar sem fylgja núna eru af aðeins minni stofum sem kannski er auðveldara að samsama sig við. En það sem stór og lítil rými eiga samt sameiginlegt er að það þarf alltaf hluti með x-þátt inn í rýmið til að gera það spennandi. Það þarf hliðarborð, pullur, kolla og fleira til að eiga möguleika á að raða öðruvísi upp og fá flæði sem grípur augað. Rýnið í myndirnar og reynið eitthvað nýtt! Lesa nánar fyrir fleiri myndir. Allar myndir Home and Delicious Pinterest - þar má fá nánari upplýsingar um hverja mynd

No comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...