10 November 2015

STÓRU HLUTIRNIR – UPPRÖÐUN

INNI
Horfið vandlega á myndina hér að ofan og veltið því fyrir ykkur hvað gerir hana sérstaka. Takið eftir uppröðuninni á húsgögnunum. Hún er ekki mjög hefðbundin og lík því sem við erum vön. Þetta eru tvær eyjur á sama fletinum með gangi á milli. Tveir aðskildir hlutar. Lítil borð og bekkir inn á milli. Allt sett saman.
Við ræddum smáatriði í síðustu greinum en núna kemur að stóru hlutunum og því hvernig má raða þeim skemmtilega upp. Myndirnar sem fylgja eru af heimilum ítalska hönnuðarins Paolu Navone, sem er virkilega klár í því að raða hlutum upp á óhefðbuninn hátt...og meira til. Húsgögnin eru hlutir út af fyrir sig, einstök hönnun og ekkert passar sérstaklega saman eða er í setti. Kannski eitthvað tvennt. En í heildina passar samt allt saman og myndar persónulega umgjörð.
Það er ekkert víst að þið heillist af þessum stíl, en það er ekki aðalatriðið hér. Ég vil koma því til skila að þið getið raðað upp stofunni ykkar á svipaðan hátt og gert hana allt öðruvísi og spennandi. Það leynast áreiðanlega stólar hér og hliðarborð þar sem lengi hafa ekki fengið að standa í stofunni en eiga fullt erindi þangað. Blandið saman og raðið upp. Skapið ykkar eigin umgjörð með tilraunum og prófunum. Prófum eitthvað annað en þetta hefðbundna, það sem Gunna gerir eða Jóa í saumaklúbbnum. Ég skora svo virkilega á ykkur að prófa! Lesið nánar til að sjá fleiri myndir. 
No comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...