19 November 2015

LJÓSIN Í MYRKRINU

HEIMILI

Það er kominn tími á að setja upp seríur og aukaljós þar sem myrkrið er orðið tilfinnanlegra. Við þurfum á því að halda að lýsa heimilið betur upp og þá á ég við í formi mildra ljósa sem skreyta en ekki bara með því að fíra upp kastarana. Ljósin skapa stemmningu og hlýju og með þeim fær heimilið á sig blæ sem tilheyrir þessum árstíma almennt. Vikurnar fram að jólum eru tími til að hafa það gaman og gera eitthvað skemmtilegt, sama hversu merkilegt og ómerkilegt það er. Jóladagarnir eru ekki tilgangurinn, heldur allir dagar fram að þeim, með þeim og eftir þá. Byrjum þennan fallega tíma á því að lýsa upp myrkrið og ná upp stemmningunni. Myndirnar sem fylgja greininni geta vonandi komið ykkur í gírinn og gefið aðeins öðruvísi hugmyndir á notkun ljósasería. Lesið nánar. 
2 / 4 / 5 / 6 / 7 / 8 9-12No comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...