24 November 2015

INNI – NÝ BÓK

INNI / HEIMILI
Ég gæti ekki verið stoltari af manninum mínum og okkar kæru vinkonu þessa dagana. Gunnar og Rut Káradóttir innanhússarkitekt, hafa á síðustu árum unnið ákveðið þrekvirki hvað viðkemur því að safna heimildum um samtíma hönnunarsögu okkar hér á Íslandi. Fyrir nokkuð mörgum árum fékk Rut Gunnar til að byrja að mynda með sér verk hennar. Þetta byrjaði allt á þeim nótum að Rut langaði til að eiga myndir af verkum sínum. Með tímanum var orðið ljóst að verkin voru mörg og margar góðar myndir sem ekki var vitlaust að hugsa sem efni í bók. Núna er bókin komin út á vegum Crymogeu og er verkið glæsilegt í alla staði. Fyrir áhugasama má gleyma sér í að fletta og skoða og ég veit að margir hefðu gaman af því að eiga bókina. Myndirnar sem fylgja eru nokkrar af ansi mörgum fleiri sem þar má sjá. Lesa nánar.Myndir Gunnar Sverrisson / Home and DeliciousNo comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...