04 November 2015

EKKI GLEYMA SMÁFU...ATRIÐUNUM!

INNI

Ég veit ég er öll í smáatriðunum. En aldrei gleyma mætti þeirra í að skapa persónulega umgjörð. Persónulegt heimili er ekki persónulegt nema eitthvað persónulegt sé í gangi! Eins og ég hef margoft sagt; það þarf ekki að fylla heimilið af dóti til að ná þessum áhrifum. Minnsti hlutur getur gengt þessu hlutverki ef stíllinn er einfaldur. Sömuleiðis smáatriði í vandaðri hönnun, smáatriði og yfirbragð á húsgögnum og fleira. Ég sýni ykkur reglulega myndir af sænsku Ikea-síðunni Livet Hemma. Síðustu mánuði hefur verulega mikið verið gefið þar í að gera vandað efni og hér eru myndir sem staðfesta það sem og virkilega það sem ég er að tala um. Þótt þessar myndir séu uppstilltar og stíliseraðar, þá er samt á þeim yfirbragð sem áhugasamir geta skoðað og haft í huga við að gera hlutina sjálfir. Og alls ekki gleyma þessu; fá hugmmyndir og skapa sér sína eigin umgjörð. Það er ekki gaman af kóperingum. Þær skortir sjarma. Treystið á ykkur að gera ykkar eigið. Lesið nánar til að fyllast andagift.
No comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...