27 November 2015

AÐVENTA – FYRSTI SUNNUDAGURINN

SKREYTINGAR

Vá, tíminn flýgur. Ég trúi því vart að nóvember fari að kveðja og desember að taka við. Hvað gerðist? Við þurfum virkilega að einbeita okkur að því að njóta tímans og hverrar stundar. Átta okkur á því hvað tíminn er dýrmætur. Allt í einu er fyrsti sunnudagur í aðventu um helgina og sá næsti verður kominn fyrr en varir. En er ekki þessi fyrsti aðventusunnudagur einmitt sá dagur sem „opinberlega" er ágætt að byrja að skreyta smávegis hjá sér? Lýsa upp myrkrið þessar myrkustu vikur vetrarins? Ég safnaði nokkrum myndum með einföldu og hóflegu skrauti sem hæfir þessum upphafsskreytingartíma fyrir jólin. Fyrir marga er þetta bara aldeilis nóg skraut, fyrir aðra aðeins byrjunin. Lesið nánar. 


Myndir 1-5 / 6 / 7-10
No comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...