15 October 2015

SNAGAR ERU EKKI BARA SNAGAR

INNI
Snagar og snagabretti eru svo miklu meira en bara hankar til að hengja á. Þeir skreyta og bæta við smáatriðum í herbergi, koma með fleiri lög af dóti sem gerir herbergi áhugavert. Snagar í langri línu yfir heilan vegg eða jafnvel meira en það, eru virkilega eitthvað sem setur svip. Það er óþarfi að nota alla hankana, málið snýst ekki um það, miklu frekar á að hengja á þá dót sem gaman er að hafa uppi og skreytir. Auðvitað má ekki gleyma upprunalegum tilgangi snagans almennt en það má alveg vanda sig að hengja upp og velja vel! Öll herbergi hússins, og hvað þá bústaðarins, eiga rétt á snögum. Höldum þeim hins vegar einföldum og hugmynd er að mála þá í sama lit og vegginn ef nota á mikið af þeim. Góð hugmynd til að framkvæma um helgina. Lesa nánar til að sjá allar myndir stórar. 1 / 2 / 3, 4 / 51 comment:

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...