24 September 2015

TÍSKAN ER MÆTT!

TÍSKA
Það er lygilega langt síðan ég setti síðast inn póst um eitthvað fatakyns. Föt og tísku sem ég er samt virkilega mikið fyrir! Stærsta ástæðan er sú að ég tók mér hlé á Pinterest og þess vegna hef ég ekki verið með endalausan straum fyrir framan mig og því ekki margar nýjar myndir. En ég bætti úr því í gær þegar ég ákvað að fara að pinna á ný, svona upp á allt og allt. Í dag er ég þess vegna með myndir sem ég setti inn í gær og finnst virkilega flottar. Þær eru ekki flóknar í útliti og samsetningum, en það er heldur ekki ÉG. En það er eitthvað flott við þær í einfaldleikanum; litir og áferð og það hve þær henta vel í hversdagsleikanum! Þetta eru föt sem eru til daglegra nota. Samsetningar sem við getum notað með það sem við eigum. Þannig hugsa ég alltaf. Myndirnar eiga að gefa okkur hugmynd  að því hvernig við getum sett saman það sem er í skápnum. Ef okkur langar að bæta við þá hugsum við það út frá því sem er til og hvernig eitthvað nýtt bætir nýju lífi í flóruna! Lesa nánar fyrir allar myndirnar. Allar upplýsingar um myndirnar má finna á Home and Delicious-Pinterest
No comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...