22 September 2015

LITRÍKARA LÍF

INNANHÚSS


Ég hef séð fulla ástæðu til þess undanfarin árstíðaskipti að segja fá nýjum litalínum sem málningarfyrirtækið Jötun gefur út. Vegna þess að það er staðið einstaklega vel að verkinu, litirnir eru sérlega vel valdir og settir saman í litapalettu og þeir eru jafnframt með notagildi. Að þessu sinni eru þrjú litakort sem gefin eru út; bláa línan, ljósa línan og jarðtóna línan. Bláa línan er falleg og ljósu litirnir með henni (ekki skrýtið að við höllumst að henni, með heimilið okkar blátt undanfarin ár!). En  fyrir þá sem vilja jarðtóna og út í grænt þá eru þeir litir líka svakalega fínir og mildir. Við notum sjálf grænt í einni Home and Delicious íbúðinni og það kemur að mínu mati verulega fallega út. Ljósa litakortið er þó líka áhugavert. Þar er sýnt á myndum hvað réttur ljós tónn skiptir miklu máli eftir eðli íbúðar og húss, húsgögnum og tónum sem notaðir eru innan heimilisins. Ljósmálað heimili ætti nefnilega alls ekki alltaf að vera hvítt. Það getur komið svo miklu betur út að nota mjög ljósan tón með undirtóni sem hentar miklu betur við gólfefnið, húsgögnin o.s.frv. Lesið nánar til að sjá fullt af myndum. 


Myndir JOTUN No comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...