18 September 2015

Í UPPÁHALDI FRÁ IKEA

INNANHÚSSÞað er ekki langt síðan nýi Ikea-bæklingurinn datt inn um lúguna hjá landsmönnum. Ég geri ráð fyrir að ansi margir séu búnir að skoða hann og mjög margir mjög vel! Eins og hjá flestum voru nokkrar myndir sem gripu mig alveg um leið en þess ber að geta að vinnan hjá Ikea er alltaf vel unnin. En hvers vegna féll ég fyrir þessum ákveðnu myndum? Jú, vegna þess hvaða andrúmslofti þær lýsa. Þar er sótt í afslappað andrúmsloft, blandað umhverfi og húsgögnin eru héðan og þaðan. Húsgögn sem margir ímynda sér ekki að passi saman því þau eru ekki í ákveðinni sjetteringu eða sömu líninnu. Húsgögn sem eru jafnvel hugsuð í annað rými en þau eru notuð í. Ég verð að viðurkenna að ég er mjög hrifin af slíku. Eins og á myndinni hér að ofan; hringborð á mottu á miðju gólfi, skrifborð á miðju gólfi, veggborð sem er í raun skrifborð notað undir skraut og það sem ég er virkilega hrifin af, sófinn til vinstri. Eins einfaldur og hægt er en kemur inn með textíl og áferð sem skiptir svo miklu máli. Lesið nánar til að sjá fleiri myndir og skýringar. 


 

Það er alltaf svo kósý að hafa þann skemmtilega möguleika að vera með sófa eða bekk í eldhúsi eða borðstofu. Fallegir litir og textíll. Einföld leið til að þekja gólfflöt er að nota tvær mottur í stað einnar. Ein mjög stór er virkilega óþjál, erfið í meðförum og ómöguleg í þrifum. Tvær eru góð lausn og koma flott út. Úr verður stór eyja á miðju gólfi fyrir athafnir fjölskyldunnar. Það þarf ekki alltaf stóra, þunga og lokaða fataskápa undir blessað dótið. Bland af skápum, hillum, körfum og boxum getur komið flott út. Hér er rýmið flott og hrátt en líka hvernig það er innréttað. Tvö borð eru sett saman og úr verður eitt stórt á búkkum. Sófinn er skásettur í stað hefðbundinnar staðsetningar og tekinn frá veggnum. Húsgögnin eru héðan og þaðan en skapa heild. 

Myndir frá Ikea á Íslandi

No comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...