08 September 2015

HOME AND DELICIOUS Á NÝJUM STAÐ

HOME AND DELICIOUS

Í gær fékk ég tölvupóst frá hugulsömum lesanda okkar í Madríd sem var hreinlega að spyrja mig hvort við Gunnar ætluðum ekki að halda áfram með Home and Delicious. Jú, það ætlum við sannarlega að gera, og erum að því, þar sem við höfum á síðustu mánuðum virkilega þanið hugmyndina að H&D út með íbúðunum sem við leigjum og falla beint inn í conceptið. En spurningin var viðeigandi þar sem ég hef ekki verið að setja inn efni á síðuna okkar reglulega. Við höfum tekið því rólega en samt ekki, því við erum þessa dagana að vinna að heimasíðu fyrir Home and Delicious sem við opnum vonandi á næstu vikum. Þá fær H&D nýtt líf og nýjan og viðvarandi stað. Við hlökkum mikið til, enda hefur okkur langað til að gera þetta mjög lengi og létum loks verða af því. Home and Delicious fær því almennilega heimasíðu, heimili fyrir sig, sem skiptir máli í því að leyfa því sem undir það fellur að njóta sín. Er það ekki heimilið sem á að endurspegla íbúana? Ýtið á lesa nánar til að sjá allar myndirnar sem fylgja. 

 
 Halla Bára / Home and Delicious

No comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...