26 August 2015

SKÓLABYRJUN = AÐEINS FORMLEGRA LÍF

 HOME AND DELICIOUS

Fyrstu skóladagarnir eru samasem merki á milli þess að koma fjölskyldunni og hinu daglega lífi í aðeins fastara og skipulegra form (...og sömuleiðis Home and Delicious, loksins). Það tekur nú pínu á að detta í gírinn og ætla sér að vera mjög skipulagður; vakna fyrr, vera búinn að ákveða föt og nesti, leggja fyrr af stað í skólann. Sérstaklega þegar fjölskyldan er meira fyrir að hafa hlutina afslappaðri. En þetta er bara ágætt. Gott skipulag kemur sér vel til lengri tíma litið og þótt það sé smá vinna að ná þessari týpu af skipulagi góðu hér heima, þá er ég betri í að hafa skipulag á hlutunum í kringum mig. Væntanlega er slíkt skipulag þó partur af öllu hinu. Svo allt hangi saman. Er það ekki?
Ég vil að hver hlutur eigi sinn stað, er í gegnum tíðina orðin þokkalega góð í að koma hlutunum fyrir! Ég er heldur ekki mikið fyrir að hafa dót í kringum okkur sem er aldrei notað og hefur engan tilgang. Það er bara fyrir. Fyrir mér er skipulag sem þetta stór hluti af því að gera það auðveldara að halda heimilinu í horfinu, minnka þrif og spara tíma. Þessi tilfinning virðist skila sér til margra af þeim gestum sem hafa gist hjá okkur í Home and Delicious íbúðunum í sumar. Þeir nefna einmitt hvað sé yndælt að vera þar, líða eins og heima hjá sér en allt er vel skipulagt og laust við óþarfa dót. Þeir fara til baka með þann innblástur í farteskinu að ætla að taka aðeins í gegn heima hjá sér og létta á því sem hefur engan tilgang. 


Halla Bára / Home and Delicious


Það að vilja hafa hlutina á þennan hátt og ætla að gera eitthvað í því heima hjá sér, felur samt ekki í sér að þú opnir skápana og þeir líta út eins og í hryllingsmynd! Allt í beinni litaröð! Alls ekki. Og heldur ekki að það megi ekki nota heimilið því allt eigi að vera svo fínt og fágað. Þvert á móti. Miklu frekar snýst þetta um að ná fram þeirri tilfinningu að heimilið þitt virki vel fyrir fjölskylduna og hennar daglegu athafnir. 
Svo hvert er ráðið? Það þarf ekki að nefna einu sinni enn kassa og körfur sem eiga að koma til bjargar. Besta ráðið mitt er að auka á lokað geymslupláss. Geyma á lokuðum stað það sem þarf að eiga en er ekki skemmtilegt að hafa uppi. Taka fram það dót sem gleður augað og gerir heimilið persónulegt. Við höfum málað ódýra skápa og skúffur í sömu litatónum og veggirnir og það hentar okkur mjög vel. Það má nýta rými miklu betur en gert er undir skápa, sbr. uppi við loft. Myndirnar sem fylgja voru teknar í morgun og sýna hvað ég er að tala um.
No comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...