14 July 2015

HEIMA...HVAR SEM ÞÚ VILT VERA

HOME AND DELICIOUS
Heima er afstætt hugtak. Þér getur fundið þú vera „heima" á mörgum fleiri stöðum en akkúrat þeim sem þú virkilega kallar „heima". Heima er hér og þar. Á stöðum sem þú finnur þig á og tengir við á einstakan hátt. Og það geta verið gjörólíkir staðir. Sem þér þykir vænt um og skipta þig máli. 

Ítalía átti okkur í júní og við fjölskyldan þvældumst mikið um. Ísland á okkur núna. Myndirnar frá Ítalíu kalla á minningar eins og myndir eiga að gera. Hér eru nokkrar frá Gunnari og við eigum eftir að setja inn fleiri á Home and Delicious á næstunni. Myndin sem opnar þetta er sennilega uppáháldmynd okkar mæðgna úr allri ferðinni. Ítalía, Róm, fullorðin kona sem brosir og nýtur lífsins. Einstakt augnablik þar sem við stóðum öll í húsasundi og hún hjólaði framhjá og brosti til okkar. Gunnar náði að smella af og það er eins og tíminn á þessum stað og þessari stund hafi frosið með myndinni. Þannig eru ljósmyndir! Gunnar Sverrisson / Home and Delicious
1 comment:

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...