06 May 2015

VILTU KÍKJA Í EFNABÚÐ Í LONDON?

FERÐALÖG
Þegar fólk skreppur í borgarferðir eins og til London, þá vill það virkilega nýta tímann vel án þess að vera í eilífri leit að einhverju góðu, skemmtilegu og öðruvísi. Þess vegna eru öll ráð og tillögur vel þegnar að einhverju áhugaverðu að skoða og gera. Fyrir áhugasama um textíl og efni, sem er órjúfanlegur hluti af því að gera umhverfið sitt hlýlegt og mjúkt, þá er efnabúðin Cloth House vefnaðarvöruverslun í heimsklassa. Margir velta því fyrir sér hvað þeir eigi að gera í slíkri búð í borgarferð en það verður enginn svikinn af því að kíkja inn í Cloth House. Tvær verslanir nálægt hvor annarri sem hvor um sig sérhæfir sig í ákveðnu efnum. Bómull og hör í þeirri sem myndirnar er teknar. Úrvalið gerir mann hugfanginn og ímyndunarveikan í allt sem hægt er að gera úr þessum efnum sem koma alls staðar að úr heiminum. Púðar, dúkar, teppi…

47 og 98 Berwick Street Soho
Gunnar Sverrisson / Home and Delicious1 comment:

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...