19 May 2015

TÖFRAR TOSKANA

HEIMSÓKN
Um leið og maður heyrir „hús í Toskana" þá verður maður forvitinn og vill skoða meira. Tilfinningin um að dvelja í fallegu húsi úti í sveit á Ítalíu, þar sem útsýnið eitt ríkir, sólin skín og hlýr andvarinn gerir vart við sig... Það er sennilega tilfinningin sem hjónin Marieke and Mark van Kruisjbergen vildu finna þegar þau ákváðu að kaupa sér frístundahús í Toskana. Í gegnum árin höfðu þau heimsótt Ítalíu í fríum sínum en ákváðu að stíga skrefið til fulls og hafa þar fast afdrep. Þetta afdrep þeirra sjáum við á myndunum. Gamalt hús, algjörlega endurgert og virkilega huggulegt í alla staði. Það sem heillaði mig við húsið þegar ég sá myndirnar, voru flotuð gólfin og grófu viðarborðin í innréttingum og húsgögnum. Ég er sérlegur áhugamaður og hvort tveggja. Hvít skelin er hrein og falleg í hitanum en steypan og timbrið koma inn með sterk sérkenni sem fá að standa án samkeppni við annað hráefni...fyrir utan landslagið! 

 Mad&Bolig  / Lise Septimius Krogh og Kristian Septimius Krogh
3 comments:

 1. Vá hvað þetta er fallegt heimili... og þvílík paradís! Algjörlega draumastaðsetning fyrir fríið.
  Takk fyrir þetta, fæ að deila þessari fegurð áfram.
  kv Stína Sæm

  ReplyDelete
 2. endilega gerðu það, ekki amalegur staður
  kær kveðja...hallabára

  ReplyDelete

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...