07 May 2015

SPÍNAT- OG ÞISTILHJÖRTUÍDÝFA FYRIR HELGINA

MATURGunnar Sverrisson / Home and Delicious

Ekta amerískur draumur. Ídýfa sem gengur í öllum boðum og partýjum, jafnt sumar sem vetur. Sniðug á hlaðborð þar sem fólk á öllum aldri kemur saman. Þetta er bara helgarídýfan sem ég skora á ykkur að prófa. Athugið að uppskriftin er stór en ég mæli með því að þið gerið hana alla og frystið það sem ekki er borðað. Það er ekki slæmt að eiga slíkan draum í frystinum og grípa í við tækifæri. Uppskriftina má einnig finna á Gott í matinn hjá MS. 

Spínat- og þistilhjörtuídýfa með nachos flögum


2 msk ólífuolía
2 msk smjör
1 lítill laukur, smátt saxaður
2 hvítlauksrif, smátt söxuð
4 msk hveiti
1 ½ b kjúklingasoð
1 ½ b rjómi
1 b rifinn parmesanostur
1 msk sítrónusafi
1 msk sykur
1 dós sýrður rjómi
1 b rifinn cheddarostur
450 g frosið spínat, afþýtt
170 g niðursoðnir ætisþistlar
¾ tsk tabasco sósa
nachos flögur


Bræðið saman olíu og smjör í potti á miðlungs hita. Setjið lauk saman við og mýkið hann í 3-4 mínútur. Bætið þá hvítlauk saman við og bætið við öðrum 2-3 mínútum. Stráið hveiti yfir laukinn og hrærið í 3-4 mínútur, þar til blandan er gullin og áferðarfalleg. Hellið kjúklingasoði yfir í nokkrum hlutum og hrærið vel í á milli eða þar til blandan tekur að þykkna og hún verður kekkjalaus.
Komið upp suðu. Hellið þá rjóma saman við og hrærið vel svo úr verði kekkjalaus jafningur. Takið af hitanum og setjið parmesanost, sítrónusafa, sykur og sýrðan rjóma saman við og hrærið vel. Hrærið þá rifinn ost út í.
Kreistið umfram vökva úr spínatinu, saxið það meira ef ykkur þykir þörf á og hrærið saman við blönduna. Látið renna vel af þistilhjörtunum og skerið þau smátt. Nú fara þau út í blönduna. Smakkið til með tabasco sósunni.
Setjið hita undir ídýfuna að nýju, hrærið vel í pottinum þar til osturinn er allur bráðinn og ídýfan áferðarfalleg. Berið hana fram heita með nachos flögum, heitum tortillum, bagettusneiðum eða því sem þið kjósið.
2 comments:

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...