11 May 2015

SMEKKUR HVERS OG EINS

TÍSKA
Það fer eftir smekk hvers og eins hvort hann vill klæðast smekkbuxum! Að sjálfsögðu. Smekkbuxur hafa alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér. Ég klæddist þeim sem barn (ég og mamma áttum eitt sinn eins buxur, líklega var ég 6 ára og hún þá 29). Það fannst mér geggjað. Síðustu smekkbuxur keypti ég líklega 12 eða 13 ára. Þær voru í það miklu uppáhaldi að ég geymdi þær alltaf og nú er Lea mín 11 ára farin að vera í þeim. Venjulega hugsa ég ekki um það hvað klæði konur á hvaða aldri og slíkt. Vil frekar að konur klæði sig nákvæmlega eins og þær vilja og eins og þær vilja koma fram. En það er eitthvað við smekkbuxur sem segir mér að ég sé nú orðin smá of gömul til að fara í þær (...nema ef ég væri að sinna sveitastörfum, í skyrtu innan undir og með hatt – geggjað dress í það). Það myndi frekar „hæfa" mínum settlega aldri að ég væri í svona heilgalla eins og á myndinni hér að neðan. Ég hef samt uppgötvað af hverju ég hef þessa skoðun: Líklega þykir mér bara smekkbuxnatími dætra minna runninn upp, að þær upplifi þessa sömu smekkbuxnatilfinningu...og ég er víst ekki 29 eins og mamma var þegar við vorum klæddar eins þannig að það mun ekki koma að því heldur! 


Home and Delicious Pinterest þar sem má finna allar upplýsingarNo comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...