12 May 2015

EINSTAKT HEIMILI: AMANDA HARLECH

HEIMSÓKN
Ég hef náð að leggja síðasta pússlið í pússluspilinu! Nýlega skrifaði ég um gömul skólaborð og birti m.a. mynd af skrifborðinu sem er á mynd númer þrjú hér að neðan. Ein af mínum uppáhaldsmyndum. Þá uppgötvaði ég fljótlega að myndin hér að neðan er hinn helmingurinn af stofunni og að myndin af stóru pappírskúlunni, sem ég elska líka, er sama heimilið. Þarna small allt saman og er heimili hinnar bresku Amöndu Harlech í Shropshire á Englandi. Þar sem ég er sérlegur áhugamaður um bresku sveitirnar, þá heillar þetta mig algjörlega. Einstaklega öðruvísi, persónulegt og bara fallegt. En til að segja aðeins frá Amöndu þá er hún þekkt fyrir það að vera listrænn ráðunautur og einstök smekkkona, mjúsa Karls Lagerfeld og John Galliano, og komist á lista yfir best klæddu konur Bretlands frá upphafi alda! Amanda Harlech, photos via 1 / 2


No comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...