15 May 2015

DÖKK SVEFNHERBERGI

INNANHÚSS


Dökkt svefnherbergi – gæti verið það sem þú þarfnast einmitt núna þegar birtan er farin að segja til sín hérna á Íslandi. Þegar lagst er í rúmið og það er nánast bjartur dagur...alla nóttina...og þegar maður vaknar! Að hafa svefnherbergið sitt málað í dökkum lit getur hjálpað mikið til við það að ná slökun og hvíld í þessari birtu, fyrir utan það að herbergið verður fallegt og öðruvísi. Fyrir þá sem aðhyllast dökka liti þá er lítil hætta á því að fara aftur yfir í ljósu línuna þegar kemur að svefnherberginu. Það er einfaldlega of notalegt, þægilegt, kósý, ávísun á betri hvíld og svefn. Margir ýja að því að það sé alltof dökkt að hafa dökkmálað þegar er dimmt úti þessar vikur og mánuði. En þar er ég algjörlega óssammála. Að horfa inn í fallegt svefnherbergi í dökkum lit þar sem mjúk lýsing af lampa gerir rýmið aðlaðandi er einmitt það sem maður vill sjá. 

2 / 3 / / aðrar Pinterest2 comments:

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...