09 April 2015

HÚSGÖGN Á FÓTUM OG ALLT SÉST Í GEGN

INNANHÚSS
Ef við veltum fyrir okkur stofu- og fjölskyldurými, þá eru húsgögnin þar oft á tíðum frekar þung og mikil. Sitja lágt á gólfinu, lítið sést undir þau og ekkert í gegnum þau. Hvað vantar? Húsgögn á háum fótum, léttari húsgögn, sem sést í gegnum og má auðveldlega færa til. Slík húsgögn eru nauðsynleg í stofu- og fjölskyldurými, í raun alls staðar, til að rétt flæði myndist í herbergi þar sem mörg húsgögn eru á sama stað. Umhverfið verður léttara og frjálslegra, meira aðlaðandi fyrir augað, það er auðveldara að færa til hluti og breyta. Sem sagt skemmtilegra líka! Myndirnar staðfesta þetta og sýna vel hversu miklu máli þetta skiptir upp á heildaryfirbragðið. 
–Lesa nánar til að sjá allar myndirnar sem fylgja–


2 / 3 / 5 / 7 / 81 comment:

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...