15 April 2015

GÖMUL SKÓLABORÐ

INNANHÚSS
Sú mubla sem ég get talið sem eina af mínum allra uppáhalds eru gömul skólaborð. Þessi svakalega einföldu með nánast engu flúri og jafnvel tveimur skúffum. Þau hafa nefnilega svo margþætt notagildi sem ég hrífst alltaf af. Húsgögn sem má nota um alla íbúð og í ólíkum tilgangi fá plús í kladdann frá mér! Sjáið til dæmis hvernig þessi borð á myndunum eru notuð. Hvernig þau passa einhvern veginn á staði sem jafnvel ekkert annað passar. Þau eru aldrei fyrir og alltaf velkomin. Vandamálið hins vegar er það, að hér á landi eigum við ekkert svakalega mikið til af dóti sem þessu; ef það var til er líklega búið að farga því og ef það er til er enn líklegra að það sé inni á einhverju byggðasafni til sýnis. Þetta tengist því að við höfum ekki þessa gömlu menningu sem snýr að því að gefa gamalt dót, setja það út á gangstétt og leyfa einhverjum að hirða það eða vera með flóamarkaði. Ekki fyrr en nánast allra síðustu ár. En þeir sem luma á einu slíku mega endilega láta mig vita ef þeir hafa ekki þörf fyrir það sjálfir! 
1 / 2 / 3No comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...