14 April 2015

Á LEIÐ TIL SIKILEYJAR?

FERÐALÖG


Sikiley er einn af þessum stöðum sem okkur langar til að heimsækja og ég hefði ekkert á móti því að heimsækja eyjuna og dvelja á þessu ótrúlega fallega sveitahóteli sem stendur nánast í hlíðum eldfjallsins Etnu. Hótelið heitir Monaci delle Terre Nere og þar er boðið upp á 15 herbergi eða litlar íbúðir í ýmsum stærðum. Allt er gert upp og innréttað á algjörlega einstakan hátt, af natni og ástríðu sem skín í gegn. Ólífuekrur, sítrónutré og vínekrur umlykja allt og útsýnið er yfir Miðjarhafið. Bara alveg ágætt, finnst ykkur ekki? 

No comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...