20 March 2015

MÍNÍ-BORGARAR FYRIR HELGINA

MATURGunnar Sverrisson / Home and Delicious


Það er komin helgi og nú ætla ég að láta verða af því að setja loksins inn mat á Home and Delicious. Það er alltof langt síðan það gerðist síðast. Ástæðan fyrir því að ég ákvað loksins að henda þessu inn er að mig dreymir um þessa blessuðu borgara! Ég setti þá saman sem hugmynd að rétti í fermingarveisluna fyrir MS, sem er inni á Gott í matinn, og fjölskyldan fékk að njóta afrakstursins að myndatöku lokinni. Satt að segja slógu þeir í gegn og því ekki úr vegi að elda þá fljótlega aftur. Lokauppskriftin er sett saman úr ýmsum áttum en þeir eru undir áhrifum frá Jamie vini mínum Oliver. En hér er uppskriftin fyrir ykkur og ég skora á ykkur að prófa þessa mjög fljótlega. Þeir þurfa alls ekki að vera í míní-útgáfu ef þeir eru hugsaðir sem máltíð. Góðir með ofnbökuðum kartöflu/sætum kartöflum, flögum og ýmsu öðru. Verði ykkur að góðu!

No comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...