04 March 2015

HVERJIR ERU VIRKILEGA ÞÍNIR LITIR?

INNANHÚSS
Undanfarið hef ég mikið verið spurð út í liti og litanotkun. Það eru greinilega margir sem eru orðnir spenntir fyrir því að mála heimilið sitt í lit! Það er gott og gaman að fólk sé farið að velta öðru en hvítu og ljósu fyrir sér. En það sem ég óska aðallega eftir er að fólk velji sér liti sem lýsa því sjálfu. Liti sem eru í uppáhaldi en ekki bara litir líðandi stundar. 
Þegar ég aðstoða fólk við litaval spyr ég spurninga og reyni að lesa í umhverfi fólks til að sjá hvaða liti það leitar í. Mæli með einhverjum litum og finn það út hvort fólk sé til í sterkt eða dökkt eða einfaldlega ljósa litatóna sem samt skipta sköpum. Ég er að tala um þetta vegna þess að mér finnst of mikið um það að fólk sé matað á litum og hvað sé inn og hvað út. Fyrir mér er enginn litur úti í kuldanum. 
Margir eru að mála í gráu, grátt er frábær litur sem gengur við allt og þar er hægt að fara alveg allan skalann í styrkleika. Grátt er smá eins og nýtt hvítt, hann er virkilega góður litur og grunnlitur sem fyrir mér ætti aldrei að vera tískulitur. Nú er talað um blátt sem heitan lit innanhúss. Ég er virkilega blá og hef alla tíð verið, hjá okkur hefur lengi verið málað í bláu og gráu. En ég veit að bláir litir eru alls ekki fyrir alla til að hafa heima hjá sér. Mörgum þykja bláir tónar of kaldir fyrir sig. 
Allt snýst litrófið um það að velja hvaða litir skipta mann máli. Hvaða litir gera eitthvað fyrir mann. Ég er ánægð með að fólk leiti eftir smá aðstoð við litaval, sérstaklega þegar verið er að púsla saman nokkrum litum, því þótt málning sé bara málning og alltaf megi mála aftur þá er það vinna og kostar peninga. Það má þó ekki draga úr fólki við að prófa nýja liti, þar koma málningaprufurnar að góðum notum. En munið: að litrík heimili eru „litrík" heimili! –Lesa nánar fyrir fleiri litrík heimili–


1 / 2 / 3 / 4 / 5 / 6 / 7No comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...