11 March 2015

ÞARFUR INNBLÁSTUR

SMÁATRIÐI
Ég uppgötvaði það rétt í þessu, þar sem ég var að leita hugmynda að pósti dagsins, að það er alltof langt síðan ég kíkti á sænsku Ikea síðuna Livet Hemma. Það er svo ótrúlega margt skemmtilegt þar í gangi og greinilegt að núna var mjög langt síðan ég hafði kíkt þar inn. Margar fallegar myndir og vel útfærðar hugmyndir. Skoðið myndirnar sem fylgja póstinum. Þar eru mjög margir hlutir sem þið þekkið úr Ikea ferðunum ykkar eða eigið jafnvel sjálf en hefðuð aldrei hugsað út í að nota á þennan hátt. Gráa kommóðan eingöngu undir flotta uppstillingu, hvítu skrifstofuskúffurnar notaðar sem skenkur, gamli kollurinn undir stóran vönd, barborð á skrifstofuna og tjöld fyrir fataskápinn. Sækið ykkur innblástur með hjálp vinar...Ikea
–Lesa nánar fyrir frekari innblástur frá Ikea–Allar myndir Ikea Livet HemmaNo comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...