06 February 2015

ÚTVÍÐAR GALLABUXUR I

TÍSKA
Útvíðar gallabuxur og buxur yfir höfuð eru komnar aftur, svona eins og þær hafa gert margoft í gegnum árin og áratugina. Ég á nokkrar týpur sem ég nota og geymi svo. Nú er tími til að taka þær upp aftur eins og oft áður. Að mínu mati góð viðbót í gallabuxnaflóruna almennt þar sem öll snið eru inn, sem ég er ánægð með, og fjölbreytileikinn ríkjandi. Reyndar finnst mér þetta líka vera hluti af þeirri vakningu að nota gallaefni miklu meira í fatnað en hefur verið gert. Það er notað í hátískufatnað og sést í gríðarlega ólíkum myndum. Gallabuxur eru ekki bara buxur úr gallefni, það er svo löngu búið. Þegar ég var að leita að myndum í þessa grein fann ég svo margar flottar að þetta verða tvær greinar. Þessi fyrri eru útvíðar gallabuxur dressaðar meira upp en hin meira á afslöppuðu línunni. Kannski smá innblástur fyrir útlit helgarinnar ef verið er að fara eitthvað út! 
–Lesa nánar til að sjá allar myndirnar–1 / 2 / 3 / 4 / 5 / 6 / 7 / 8No comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...