19 February 2015

TBT – HORFT TIL BAKA

HOME AND DELICIOUS
Árið er 2007, heimili okkar í Mílanó á Ítalíu. Eldhúsið/borðstofan var virkilega skemmtilegt rými sem við elskuðum að vera inni í, elda og borða góðan mat. Í borðstofunni var eyja, sem sjá má í speglinum hér að ofan, og þar var allt undirbúið. En inn af henni var örlítið herbergi sem var eldhúsið. Þar var bara eldavél og tveir vaskar og út af því litlar svalir sem var þægilegt að geta opnað. Íbúðin var öll máluð mött hvít og að sjálfsögðu fengum við leyfi til að mála örlítið í gráu og annan vegg í stofunni í bláu...til að lifa af! Gunnar Sverrisson / Home and Delicious

No comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...