12 February 2015

TBT – HORFT TIL BAKA

HOME AND DELICIOUS
Nýr þáttur á Home and Delicious – TBT, throw back Thursday, eða horft til baka á fimmtudegi. Þar sem ég hef sérstaklega gaman af því að skoða myndir og vinna með þær, nefndi ég það við Gunnar að TBT væri skemmtilegur þáttur að taka inn. Við eigum helling af myndum, eins og má gera ráð fyrir, frá síðustu árum, þrátt fyrir það að á einhvern óútskýranlegan hátt tækist okkur að glata stórri möppu með filmum frá Gunnari þegar við fluttum heim frá Ítalíu. Við eigum samt myndir fyrir ansi marga fimmtudaga og ætlum að birta eitthvað af þeim á fimmtudögum framtíðarinnar. Byrjum á þessum þremur sem allar eru teknar árið 2005. Eitt og tvö fyrir heimilislínu Next og þrjú fyrir Flugger. Myndirnar voru teknar heima hjá okkur en þessi súkkulaðibrúni veggur var málaður með Flugger málningu og við notuðum þessar myndir á sínum tíma í tímaritið Veggfóður sem við ritstýrðum. Þetta eru voðalega stílhreinar og huggulegar myndir! Svolítið langt frá því sem við gerum í dag en þó samt sama yfirbragðið. Stíllinn hefur greinilega þróast í það að vera mun afslappaðri og frjálsari. Vonandi segir það líka eitthvað um okkur! Fleiri gamlar myndir í næstu viku. 

Myndir Gunnar Sverrisson / Home and Delicious
No comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...