02 February 2015

MAMMA, HVER ER UPPÁHALDS LITURINN ÞINN?

MÁNUDAGSMIX
Litla Kaja mín er alltaf að spyrja uppáhalds spurninganna þessa dagana. Sú spurning sem ég er spurð oftast, og nú síðast í morgun er: Hver er uppáhalds liturinn þinn? Ég vil svo virkilega svara henni frá mínum dýpstu hjartarótum og segja satt svo ég hef hugsað svörin gaumgæfilega. Uppáhalds maturinn minn er ítalskur matur og það er erfitt að nefna einhvern einn rétt, fer eftir stemmningu og veðri. Uppáhalds fötin eru gallabuxur og röndóttir bolir. Uppáhalds liturinn er blár. En það er svolítið erfitt að segja bara blár því blár er ekki bara blár. Svo án alls vafa þá er dökkblár minn uppáhalds litur. Ég elska dökkbláan. Dökkblár er minn svartur. Ég man alltaf eftir fötunum sem ég fór í fyrsta skóladaginn þegar ég var átta ára. Dökkbláar gallabuxur og dökkblá úlpa með litlum, hvítum doppum. Ég elskaði þessi föt og man hvar þau voru keypt. Fann mig þarna í dökkbláu greinilega og þá hófst mín dökkbláa ástríða. Ég klæði mig í dökkblátt, vil hafa bílana okkar dökkbláa, klæði stelpurnar okkar í dökkblátt og við málum heimilið okkar dökkblátt. Dökkblátt gæðir aðra liti lífi. Ég elska til dæmis dökkblátt og svart saman, sem og dökkblátt og grátt. Klassískt. Og dökkblátt við hvítt, rautt, bleikt, appelsínugult. Þið getið skynjað ást mína á dökkbláu þegar þið skoðið myndirnar sem fylgja. 
–Lesa nánar til að sjá allar dökkbláu myndirnar–


1, 4, 7 / 2 / 3 / 5 / 6 / 8 / 9 10 / 11

No comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...