24 February 2015

HEIMILI TINE K!

HEIMSÓKN
Ég hef nokkrum sinnum áður sett inn myndir af heimili hinnar dönsku Tine K. Þessar eru nýjar og líklega þriðji eða fjórði umgangurinn sem ég veit af, af myndum af heimili hennar frá ólíkum tímabilum. Tine K á húsbúnaðarfyrirtæki og selur vörur sínar víða, m.a. má fá þær hér á landi í versluninni Magnolia á Laufásvegi. Tine K býr í klassískri villu frá því um 1870 sem er rétt við Óðinsvé. Hún er aðeins búin að breyta heimilinu sínu frá síðustu heimsókn, færa til dót og bæta við og sérstaklega áberandi er að hún er komin með nýjar mottur! Virkilega fallegar. Sömuleiðis sýnist mér að það sé nýtt núna að búið er að mála hjá henni svart upp á hálfa veggi á móti hvítu sem ég er hrifin af. Finnst að margir gætu nýtt sér þá hugmynd sem vilja mála í lit og kannski svolítið dökkt, en vilja ekki hafa allt málað. Kemur alltaf svo fallega út. 

–Lesa nánar til að sjá allar myndirnar–Heimili Tine K / via Femina / Yvonne Wilhelmsen, Tone Kroken1 comment:

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...