27 February 2015

H&D OG BUBBLE LJÓSIN

HOME AND DELICIOUS
Ótrúlega flott mynd hér að ofan. Hvernig öllum Bubble ljósunum er att saman og þau koma flott út í grúppu. En talandi um Bubble ljósin þá var ég í gær að skoða þau á netinu og fór inn á heimasíðu Modernica sem er upprunalegi framleiðandi þeirra. Þegar maður skoðar hvert ljós fyrir sig þá koma inn myndir sem eiga að fylla fólk innblæstri og hvetja það til að kaupa Bubble ljós. Ég skrollaði aðeins niður í myndirnar og kannaðist við einar þrjár – þá eru þar inni myndir úr Home and Delicious íbúðunum! Við notum Bubble í öllum þremur íbúðunum, loftljós og lampa sem við keyptum í Lumex, og það kemur virkilega fallega út og setur mjög sterkan svip. Okkur finnst bara heiður að detta þarna inn á síðu framleiðandans og vera þeim innblástur með íbúðunum og því sem við erum að gera þar. Klikkið HÉR til að detta beint inn á innblásturinn hjá Modernica. 

Mynd 1 Poetry of material things / Home and Delicious myndir Gunnar Sverrisson

No comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...