18 February 2015

ALLT Í BLAND Í MALMÖ

HEIMSÓKN
Ég var að lesa danska Elle Decoration þar sem var heimsókn til Malin Persson sem býr í Malmö í Svíþjóð. Malin er fyrrum fyrirsæta og nú starfandi sem innanhússhönnuður eftir að hafa búið með fjölskyldu sinni í Róm um árabil. Ég hafði séð einhverjar myndir áður af heimilinu en að sjá þær svona saman í einni sögu vakti athygli mína. Ég googlaði Malin og mundi þá eftir því hvar ég hafði séð hana og myndirnar, af skemmtilegri síðu sem heitir The way we play. Heimilið er einstaklega fallegt, fátt meira um það að segja. Húsgögn og hlutir mynda áhugaverða heild í mjög blönduðu umhverfi, þar sem antíkskápur í eldhúsi sem áður var í eigu ítalskrar ömmu er ekki langt frá Ikea hægindastól sem stendur í stofunni. Plöntur og greinar í vasa eru áberandi en allt er umhverfið sérlega afslappað og heimilislegt með uppstillingum sem gleðja augað.–Lesa nánar til að sjá allar myndirnar sem fylgja–

 

Photos via 1 / 2 / 3 / 4

No comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...