16 January 2015

VERTU FORVITINN

INNBLÁSTUR
Vertu forvitinn stendur á borðanum á myndinni. Forvitinn á jákvæðan og góðlátlegan hátt. Vertu forvitinn til að læra og lifa. Til að þykja vænt um aðra. Til að þekkja þínar þarfir og annarra. Á þann hátt kynnist þú hefðum og venjum fólks og sérð sannleikann. Hönnuðir sem vinna með þarfir fólks, hvort sem er inni á heimilum eða í opinberum byggingum, þurfa að virkja forvitnina til að hugsa á rökréttan hátt um það sem skiptir máli þegar kemur að innanhússhönnun og lifandi umhverfi. 

Rými sem þú lest; persónulegt umhverfi...er vinalegt umhverfi. Það segir sögur af fólkinu sem þar býr og starfar og þú vilt lesa sumar þeirra. Falleg sjónarhorn og uppstillingar eru stórir kaflar í sögunum og út frá þeim lestu í aðalpersónurnar. Myndirnar sem fylgja hérna með eru einmitt svona kaflar úr áhugaverðum sögum. Myndir, sem eins og oft áður, ég hef safnað á skjáborðið hjá mér því mér þykir gaman að horfa á. Þær sýna afslappað umhverfi sem þú dregst inní, vilt sjá meira af og vera hluti af líka. Virkilega fallegt svona fyrir helgina! 
–Lesa nánar til að sjá allar myndirnar–
Mér þykir leitt að muna ekki hvaðan þessar myndir eru teknar. 
Þær eru alls staðar að af netinu.
No comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...