12 January 2015

„HEIMA" GALLINN

TÍSKA
Hvernig er „heima" gallinn þinn? Kannski ekki alveg heimagallinn, meira eins og sagt er á ensku "stay at home" look – hvernig klæðir þú þig þegar þú eyðir dögunum heima við leik og störf? Þar sem ég vinn heima og eyði dögunum að mestu heima við, klæði ég mig að sjálfsögðu á allt annan hátt en ef ég þyrfti að mæta á skrifstofuna. Ég hef almennt afslappaðan stíl, vil vera í þægilegum fötum, og ég legg mig jafn mikið fram við að vera hugguleg heima svona hversdags og þegar ég fer eitthvað út. Eins og á mjög mörgum öðrum heimilum í landinu hefur heilsan ekki verið alveg eins og maður óskar sér á heimilisfólkinu og í fyrrinótt var lillan okkar með ælupesti og lítið um svefn. Gærdagurinn var því náttfatadagur þótt linsurnar rötuðu nú í augun. Ég þurfti að hafa mig alla við að gera mig aðeins huggulegri í dag og af þessari örsögu sprettur póstur dagsins. Flott heima-lúkk sem ekki þarf að hafa áhyggjur af ef mann langar eða þarf að fara út á meðal fólks. Eiginlega bara kúl, afslappað og mér líður vel lúkk! Tók að vísu eftir því að allar myndirnar eru mjög gráar, ok elska grátt (heather grey)...hefði ekki átt að leggja mig svona mikið fram við að hafa ekkert röndótt. Kom svona út í staðinn. Arg...

–Lesa nánar til að sjá allar myndirnar–
/ 2 / 3 / 4 / 5-7 / 8

No comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...