09 January 2015

FEGURÐ OG FRELSI

HOME AND DELICIOUS
Þegar ég tók niður jólaskrautið í fyrradag þá varð ég smá leið og ennþá leiðari þegar ég kveikti á sjónvarpinu og heyrði fréttirnar frá París. Ég tók því frekar rólega, hlustaði og hugsaði um það sem gekk á – á meðan ég slökkti á seríunum, tók niður ljósastjörnurnar úr gluggunum og tók af jólatrénu sem síðar var hent niður af svölunum. Hvað allt var tómlegt og einhvern veginn kalt. Það vantaði hlýjuna sem áður faðmaði stofuna og hvert herbergi með mjúkum ljósunum og grænar lifandi greinar. Eitthvað sem virkilega var þörf á meðan fréttirnar gengu í sjónvarpinu. Ég tíndi fram alla lampa sem við eigum, tók aftur upp eina seríu eftir að Kaja var sammála um að hana vantaði í stofuna, setti aftur grænt í vasa, kerti um allt og afskorin blóm verða keypt fyrir helgina. Miklu betra. Hlýja og notalegheit heima skipta öllu máli. Þau koma ekki af sjálfum sér, heldur með þeirri tilfinningu sem við leggjum í umhverfi okkar til að líða best heima. Blómin eiga svo að minna okkur þessa dagana á frelsið og fegurðina sem á að felast í lífinu. 
– Lesa nánar til að sjá allar myndirnar –


1 / 2 / 3 / 4 / 5 / 6 / 7No comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...