26 January 2015

EATALY Í NEW YORK

MATUR
Gunnar fór til New York um miðjan desember ásamt mági sínum. Frábær ferð fyrir hann og okkur sem nutum afrakstursins í fallegum jólagjöfum! Í New York fór hann á stað sem heitir Eataly, sem er eins konar ítalskur markaður með veitingastöðum, bókabúð og matarmarkaði. Skemmtilegur staður að kíkja á í borginni. Að sjálfsögðu fékk hann sér að snæða þar og einn af réttunum sem hann fékk, útbjó hann síðan á föstudagskvöldið hérna heima fyrir lítið matarboð sem við héldum. Einstaklega einfaldur diskur; grillað grænmeti, ólífur og mosarellaostur. Aðrir réttir í boðinu voru carpaccio, canneloni og möndlukaka. Einfalt og ítalskt en virkilega ljúffengt. 
–Lesa nánar fyrir allar myndirnar–


 Myndir Gunnar Sverrisson / Home and Delicious
No comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...