20 January 2015

DÖKKT, DRAMATÍKST, ÁHRIFAMIKIÐ

INNANHÚSS
Ég á sífellt erfiðara með að „falla í stafi" yfir myndum af huggulegum húsum, íbúðum, herbergjum og hornum og líklega er það enn erfiðara vegna þeirra billjóna slíkra mynda sem flæða um netið. Silljónir eru mjög fallegar en alls ekki nógu margar af þeim hreyfa við mér eins og þær ættu að gera. Ég sé áhugaverða mynd sem gerir mig forvitna og oftar en ekki þegar ég sé húsið eða íbúðina í heild þá er eitthvað sem vantar fyrir mig. Allt lítur sennilega óaðfinnanlega út en sálin, orkan og persónuleikinn er fjarri. Þess vegna birti ég myndir við þessa grein sem koma úr ýmsum áttum en eiga það sameiginlegt að vera; dökkar og dramatískar, umhverfið „ýkt" á þann hátt að það grípur mann fyrir að vera öðruvísi og fangar augað, litirnir umvefjandi og hjálpa umhverfinu að framkalla sterk áhrif. Níu góðar myndir af óendanleikanum á internetinu.
–Lesa nánar til að sjá allar myndirnar–1 / 2 / 3 / 4 / 6 / 8 / 9

No comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...