04 December 2014

EINFALDLEIKI Í JÓLASKREYTINGUM

JÓLASKREYTINGAR
Önnur aðventuhelgin er framundan og þá er komið að því að bæta aðeins við af jólaskrauti heima við, ekki rétt? Myndirnar sem ég sýni ykkur núna eru frá hinu danska merki House Doctor. Þar gera þeir virkilega fallega bæklinga, vanda sig í uppsetningu og taka góðar myndir. Jólamyndirnar þeirra eru vel gerðar og stemmningin lágstemmd og einföld. Fyrir þá sem vilja ekki setja upp of miki skraut, þá má stoppa hér og hafa þessar myndir að leiðarljósi. Fyrir þá sem vilja miklu meira þá er þetta ágætis skref inn í meiri skreytingar í næstu viku. Þið sjáið fleiri myndir með því að ýta á lesa nánar hnappinn hér að neðan. Þess má geta að House Doctor vörurnar fást í versluninni Tekk og versluninni Fakó á Laugavegi.– Lesa nánar fyrir fleiri myndir frá House Doctor –
Myndir House Doctor
1 comment:

  1. Svo einfalt og fallegt, var einmitt að dáðst að jólavörunum frá þeim í bæjarferð í gær. Koparinn, lituðu glervörurnar og einföldu pappírsstjörnurnar, Dásemd <3

    ReplyDelete

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...