07 November 2014

RÚLLUKRAGAPEYSUR: EITT LAG

TÍSKA2

Gott dæmi um eitt lag til að klæða eitthvað annað yfir er gamla góða rúllukragapeysan. Þessi þunna sem fellur vel að líkamanum. Þær eru alltaf til staðar í blessuðum tískuheiminum yfir vetrartímann en missýnilegar. Þegar ég sá þessar tvær myndir varð ég voða glöð. Að sjá slíkar peysur notaðar og á svona skemmtilegan hátt! Innan undir skyrtur, algjört „flashback". Ég lifði ekki af veturinn þegar ég var mjög ung án þess að vera í rúllukragabol, eins og ég kallaði þá, og hef alltaf viljað sjá dætur mínar í þeim líka. Lea fór í allt sem hún var klædd í og ekkert mál með hana sem litla stelpu, en Kajan okkar hefur aðeins sterkari skoðanir almennt á fötum og fæst ekki í svona peysu, ekki enn. Mér finnst þetta að minnsta kosti alltaf alveg virkilega klassískt og eigulegt.No comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...