06 November 2014

LÖGIN SEM UMVEFJA OKKUR

TÍSKA
Jæja! Hvernig klæðum við okkur í lög af fötum? Við þetta norðarlega á hnettinum erum vanar því að vera í mörgum lögum af fötum. Þurfum á því að halda. Fyrir kuldaskræfur eins og mig sem eru ekki gerðar fyrir þetta veðurfar, þá hef ég sérlegan áhuga á að finna góðar hugmyndir hvernig má setja saman lög af fötum sem koma þokkalega út án þess að maður sé dúðaður. Hér eru nokkrar myndir sem ég er hrifin af. Neðri myndirnar fjórar eru af Instagram-síðu Tash Sefton sem er annar helmingurinn af They All Hate Us tískusíðunni. Hún er að mínu mati mjög góð í því að setja saman lög af fötum...en kannski er það líka súper lekkert hjá henni þar sem hún býr í Sydney í Ástralíu og þarf lítið að gera af því að klæða af sér kuldann! 1a / 1b 1c 2

No comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...