04 November 2014

LAGSKIPT HEIMILI

HEIMSÓKN
Talandi um lög og lagskiptingu þegar kemur að því að skapa heimili – þetta heimili í The Village í New York er sterkt dæmi en það á innanhússhönnuðurinn Rodman Primack. Fyrir þá sem aðhyllast ljósari og jarðtengdari litapalettu ásamt minna dóti, þá getur þetta heimili virst of litríkt og truflandi. Fyrir hina þvert á móti, alls staðar er eitthvað áhugavert að skoða og margir sterkir fókuspunktar. 
Það er einmitt vegna þess að það er virkilega vel lagskipt eða það er hlaðið vel völdum lögum! Númer eitt eru fallegir gluggar og litaðir veggir, tvö timburgólf, þrjú mottur um allt, fjögur myndir og list á veggjum, fimm húsgögn og nóg af þeim sem og á óvenjulegum stöðum, sex mikið af textíl, sjö bækur, átta lampar, níu plöntur og blóm, tíu skrautmunir. Og lögin eru í raun miklu fleiri en þessi vel sýnileg. 
Það er einmitt þess vegna sem ég valdi þetta innlit til að sýna ykkur; því lögin eru svo áberandi. Auðvitað eru þau jafn mikilvæg þegar yfirbragð heimilis er í mildari tónum, jafnvel mikilvægari því þau eru ekki eins sýnileg og það þarf því meira en fólk gerir sér almennt grein fyrir til að skapa hlýju. Sérstaklega þegar um er að ræða stór og opin rými. En hér má a.m.k. rýna í myndirnar og velta fyrir sér lögunum til að læra af þeim!– Lesa nánar til að sjá allar myndirnar –Myndir Architectural Digest Spain / Ljósmyndari Belen Imaz1 comment:

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...