24 November 2014

KJÖT OG FISKUR Í HVERFINU

 MATUR
Nýlega var opnuð kjöt- og fiskbúð í hjarta miðbæjarins í Reykjavík, verslunin Kjöt og fiskur á Bergstaðastræti. Það var virkileg þörf á slíkri búð í hverfið og því eru íbúar sem og aðrir ánægðir með framtakið. Verslunin er í eigu vina sem eru þekktir fyrir annað en slíkan rekstur, þ.e. körfubolta. Einn þeirra er Pavel Ermolinski, úr KR, sem stendur vaktina á daginn en þegar Gunnar skrapp á laugardaginn til að kaupa þar kjöt var Pavel einmitt í vinnunni. Verslunin var hönnuð af HAF-hjónunum, Hafsteini og Karítas, og ber yfirbragð hennar brag af aldri hússins, staðsetningunni og því sem þar er boðið upp á. 
– Lesa nánar til að sjá allar myndirnar –Gunnar Sverrisson / Home and Delicious


1 comment:

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...