13 November 2014

DVÖL Í STOKKHÓLMI: SCANDIC GRAND CENTRAL HÓTELIÐ

FERÐALÖG
Fyrir tæpu ári síðan fórum við til Stokkhólms með stelpurnar okkar. Algjörlega frábær ferð og skemmtileg jólastemmning. En stór hluti af því hversu ferðin var góð og kósý var hótelið sem við dvöldum á, SCANDIC GRAND CENTRAL. Þegar maður ferðast með börn ekki mikið eldri en fimm eða sex ára þá er víst ekki hægt að ætlast til þess að þau þrammi allan daginn með manni. Sá staður sem maður gistir á verður því sjálfkrafa mjög stór hluti af ferðinni því töluverðum tíma er eytt þar. Og það var einmitt það sem gerðist. Stelpurnar elskuðu hótelið og vildu eyða þar mjög miklum tíma! 
Við birtum nokkrar myndir á sínum tíma af hótelinu en Gunnar fann fleiri myndir í tölvunni núna um daginn sem hann hafði tekið, myndir sem er gaman að birta. Útlit og yfirbragð er nefnilega virkilega flott og þar eru skemmtilegar hugmyndir sem má nýta sér. Fyrir utan það er þarna mjög góður veitingastaður, bar og kaffihús. ÝTIÐ Á LESA NÁNAR HNAPPINN FYRIR NEÐAN MYNDINA TIL AÐ SJÁ ALLAR MYNDIRNAR MEÐ GREININNI.


 

– Lesa nánar fyrir fleiri myndir af Scandic Grand Central –

Scandic Grand Central / myndir Gunnar Sverrisson


No comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...