12 November 2014

DÖKKT, SEMI DÖKKT OG HVÍTT

INNANHÚSS
Þetta er nokkuð áhugavert. Sama íbúðin innréttuð af þremur innanhússhönnuðum í dökku, semi dökku og hvítu. Sænska fasteignasalan Fastighetsbyran, fékk hönnuðina til að setja sitt mark á nokkuð hefðbundna íbúð og sýndi afraksturinn á síðunni sinni. Sniðugt og gerir fólki grein fyrir hvað má gera á nokkuð einfaldan hátt og hversu auðvelt er einnig að skapa ákveðinn stíl í rými sem þessu. Ég birti myndir af dökku íbúðinni, að sjálfsögðu, því hún höfðar mest til mín sem og þá er ég hrifinn af því sem hönnuðurinn Hans Blomquist gerir. Neðst í póstinum er slóð sem þið klikkið á til að fara inn á síðuna sem sýnir allar íbúðirnar. 
– Lesa nánar til að sjá allar myndirnar og komast á slóðina sem sýnir íbúðirnar –
1 comment:

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...