20 October 2014

VETRARFRÍ OG FARIÐ Í SVEITINA

FERÐALÖG
Gott vetrarfrí er virkilega vel þegið. Það skiptir skólaárinu ágætlega niður. Fyrri hlutanum er lokið, sá seinni að hefjast og líka margt skemmtilegt framundan. Við skruppum í sveitina enda alltof langt síðan við vorum þar vegna flutninga. Smá erfitt að hoppa í burtu þegar verið er að koma sér fyrir og gaman að vera heima. En þar sem ég kom síðustu kössunum fyrir (undir stiganum að vísu) núna fyrir helgina, og rest af dóti fer í geymsluna, þá var hárrétti tíminn til að skreppa aðeins í burtu. Og þetta er nú ansi kósý. Smá bilur úti, pínu hvít jörð en alls ekki eins og var búið að spá. Að vísu er aldrei mikill snjór hérna hjá okkur á þessu svæði norðvestanlands. Óneitanlega kemur upp smá jólafílíngur og Kaja vildi piparkökur, sem hún að vísu elskar, en það er lygilega stutt í þetta allt. Tímarnir eru svo breyttir og það sem ég er virkilega ánægð með er að vikurnar fram að jólum eru bara stemmningstími. Það er þitt að ákveða hvort allt er að miðast við jólin sjálf eða bara tímann í heild sem ljúfa skemmtun. Þetta vetrarfrí er því andlegur undirbúningur undir veturinn, sem formlega skellur fljótlega á, og þann tíma sem framundan er. Ýtið á lesa nánar hnappinn fyrir neðan myndina til að sjá fleiri myndir.– Lesa nánar fyrir fleiri myndir  –
Myndir Gunnar / Home and Delicious3 comments:

 1. ohh sveitin ykkar er svo mikið æði. Fann eitt sinn myndir af bústaðnum á Designsponge.com Notaði þær í fallegann bloggpóst sjáfl. http://stinasaem.blogspot.com/2014/05/islenskt-innlit-home-and-delicious.html#comment-form

  kær kveðja

  ReplyDelete
  Replies
  1. takk fyrir það - okkur líður líka ótrúlega vel þar...og takk fyrir að fylgja alltaf home and delicious!

   Delete

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...