23 October 2014

MÁLNING SKIPTIR MÁLI

INNANHÚSS
Frá því við settum hérna inn grein um Home and Delicious íbúðirnar sem við erum að vinna að og birtum nokkrar myndir, hafa komið margar fyrirspurnir um málninguna og litina sem við notum. Undanfarin tvö ár höfum við málað með Lady málningu frá Jötun, sem fæst í Húsasmiðjunni,  og mælt óspart með henni. Mött áferð hennar er einstök og þegar horft er djúpt á hana (fyrir þá sem virkilega sökkva sér í þetta) þá sést hvað hún þekur vel og einhvern veginn skilar sér í mikilli dýpt og jafnframt mýkt sem við sækjumst eftir. Sérstaklega á þetta við um alla blandaða liti og dökka sem við erum einmitt að nota. 
En málið er ekki bara þessi fallega áferð heldur líka fallegir litir sem litasérfræðingar Jötun setja saman í litapalettur og gefa út í bæklingum. Ég skora á alla þá sem eru að velta því fyrir sér að mála að skoða bæklingana frá Jötun (þá má sjá hér). Taka djarfa skrefið og mála í litum, ekki bara einn vegg heldur miklu fleiri. Myndir frá Jötun fylgja hér með. Ýtið á lesa nánar hnappinn hér fyrir neðan neðri myndina til að sjá þær. – Lesa nánar til að sjá fleiri myndir –

Myndir via Jotun
No comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...