29 October 2014

LITIR: MEIRA MEIRA

INNANHÚSS
Ég ákvað að skrifa meira um liti, málningu og notkun á litum því staðreyndin er sú að það er það sem fólk er sífellt að spyrja mig um. Það langar til að breyta heima með því að mála í litum og með litum meina ég í öðru en hvítum lit. Fólk er forvitið um liti og þykir spennandi að sjá herbergi í allt öðrum lit en það hefði nokkurn tímann prófað sjálft, hvort sem því líkar það svo eða bara alls ekki. Það þekki ég líka vel. Og mér finnst gaman að því. Litir breyta svo óskaplega miklu í rými en þá verða þeir að vera notaðir í einhverjum mæli svo breytingin verði afgerandi. Myndirnar sýna heimili sem sænski ljósmyndarinn Jonas Ingerstedt myndaði og eru "litrík" á sinn hátt, veggir og húsgögn, og þessu tvennu telft saman. Myndirnar eru teknar fyrir sænska málningarframleiðandann Alcro. 

– Lesa nánar til að sjá allar myndirnar –Ljósmyndir Jonas Ingerstedt fyrir Alcro
No comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...