10 October 2014

habitat 50 ára: HEIMA ER BEST

INNANHÚSSHÖNNUN
Vörumerkið Habitat er orðið 50 ára. Áfanganum er fagnað á glæsilegan hátt með nýrri og gamalli hönnun í bland og m.a. frá stofnanda Habitat Sir Terence Conran. Ég verð að viðurkenna sérstakan áhuga á Habitat yfir höfuð. Mjög ung hreinlega elskaði ég að fara í Habitat-verslunina á Laugavegi og á ennþá fyrsta húsgagnið sem ég eignaðist þaðan. Þegar við Gunnar byrjuðum að búa keyptum við töluvert af dóti frá Habitat sem og á næstu árum. Nú nýlega hefur merkið og vörurnar þaðan gengið svolítið í endurnýjun lífdaga og mjög margt fallegt hefur verið til. 
En Habitat var ekki stofnað sem einfalt vörumerki utan um húsgögn. Það var svo miklu meira að baki. Djúp hugsun utan um alla grunnþætti hönnunarinnar sem og heildarhugsun utan um alla hönnunina. Heimilið skyldi vera griðastaður og þar átti manni að líða best. Vönduð og tímalus hönnun átti að vera á viðráðanlegu verði og fyrir alla. Í þessari hugsun fólst ákveðið frelsi fyrir fólk sem var í takti við þær þjóðfélags- og lýðræðislegu breytingar sem vestræn samfélög voru að ganga í gegnum. 

Habitat á Íslandi fagnar að sjálfsögðu afmælinu eins og allir aðrir. 20 prósenta afsláttur er af öllum Habitat-vörum í október og á laugardaginn verður heljarinnar húllumhæ í versluninni Tekk sem er umboðsaðili á Íslandi. Tilboð, skemmtiatriði og veitingar í boði allan daginn. Góða skemmtun! – Ýtið á lesa nánar hnappinn til að sjá fleiri myndir –
 Myndir frá Habitat á Íslandi / Tekk-Habitat


No comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...