08 October 2014

H&D fréttir: HOME AND DELICIOUS ÍBÚÐIR

HOME AND DELICIOUS
– Fljótlega verða opnaðar HOME AND DELICIOUS ÍBÚÐIR –

Það er einmitt það verkefni sem hefur tekið tíma okkar síðustu mánuði. Við höfum verið vakin og sofin yfir verkefninu; dreymt, skapað, hannað, gert upp þetta gamla hús í miðbæ Reykjavíkur. Flutt inn í það sjálf. Við erum að víkka út hugmyndina að Home and Delicious og nú mjög fljótlega opnum við og förum í að leigja út þrjár fullbúnar íbúðir. 
Þær eru innréttaðar í anda Home and Delicious. Tvær þeirra eru í sama húsi og við búum í en sú þriðja er í gömlu steinhúsi í garðinum okkar. Allt er verkefnið unnið með það í huga að skapa afslappaða, fallega og vandaða umgjörð utan um hús og heimili þar sem fólki á að þykja gott að vera. Áhugavert og eftirminnilegt að koma. 
Íbúðirnar verða tilbúnar fljótlega en Gunnar fór einn rúnt um þær og tók nokkrar myndir. Þær eru fulluppgerðar, málaðar og innréttaðar. Húsgögn komin inn en enn vantar upp á að þau séu á réttum stöðum og sömuleiðis eiga smáhlutir og skraut eftir að setja punktinn yfir i-ið.

Fyrir áhugasama má fá frekari upplýsingar um íbúðirnar í gegnum tölvupóst á info@homeanddelicious.com. 

Myndir Gunnar / Home and Delicious
4 comments:

 1. óóóvá en spennandi!!
  Þessar myndir lofa góðu, lítur dásamlega út. Vonandi sjáum við meira hjá ykkur.... þegar allir smáhlutir eru komnir og búið að stílisera allt eins og ykkur er lagið.

  Innilega til lukku með þetta,
  kveðja Stína Sæm

  ReplyDelete
 2. Fallegar myndir og spennandi verkefni!

  Mig langar svo til þess að forvitnast hvaðan grái lampinn er á þessari mynd:

  http://1.bp.blogspot.com/-Ix6rky6DjVU/VDVQvvrAYPI/AAAAAAAAejU/W4W92W0_5bs/s1600/_A9T9614.jpeg

  ReplyDelete
 3. kærar þakkir!
  grái lampinn er frá house doctor og pantaður í gegnum verslunina faco á laugavegi
  kær kveðja, hallabára

  ReplyDelete

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...