12 September 2014

tískuvika: RAUNVERULEGT FYRIR ÞIG

TÍSKATískuheimurinn og öll fjölmiðlun í kringum hann hefur breyst mjög mikið undanfarin ár með tilkomu „street-style" ljósmyndara og persónulegra tískublogga. Nú sjáum við alls staðar á myndum fólk í sínum eigin fötum sem vill ná athygli og vera á mynd til að kynna það sem það stendur fyrir. Þetta viljum við sjá og þessi miðlun er sannarlega komin til að vera. Áhuginn sýnir sig vel þegar tískuviðburðir eins og tískuvikurnar eru, sbr. í núna í New York, en þá sjáum við jafnmargar myndir af þeim sem eru að fara á sýningarnar og af því sem var á sýningunum. Flóran er mikil á þessum myndum en ég stend mig alltaf að því að stoppa við þær myndir þar sem fötin eru eitthvað í líkingu við það sem ég gæti sjálf notað hér heima. Ég fór í gegnum myndir frá Tommy Ton á Style.com og þessar fönguðu mig frá New York. Vonandi gildir það sama um ykkur. 

– Lesa nánar til að sjá myndir við greinina frá Tommy Ton –


No comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...